Stemmandi safar

09.12.2008

Sælar og takk fyrir fróðlegan vef!

Við hægðatregðu hvort væri réttara að drekka eplasafa eða appelsínusafa til að losa um hægðirnar? Það virðist vera mjög skiptar skoðanir hjá konum hvort er réttara. Hvort er stemmandi?

Með kærri þökk og kveðju.

 

Sæl!

Þetta er góð spurning.

Appelsínusafi er vægt hægðalosandi og eplasafi stemmandi.  Sveskjusafi er mjög losandi og þarf að gæta þess að drekka ekki of mikið af honum.

En nú er að koma jól og nóg af mandarínum og klementínum í búðunum, þær eru losandi og ef þær eru borðaðar í hófi eru þær hin besta lausn við hægðatregðu!

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. desember 2008.