Stofnfrumur og geymsla á naflastrengsblóði

23.09.2007

Af hverju er fólk að láta geyma naflastrengina? Ég las að fólk gerði það svo hægt færi að rækta stofnfrumur ef barnið þeirra myndi fá alvarlegan sjúkdóm. Skil samt ekki alveg hvað er gert eða hvernig stofnfrumurnar nýtast! :)Tíðkast það hérlendis að geyma strengina?
 
Takk fyrir frábæran vef


Sæl og blessuð!

Naflastrengsblóð inniheldur mikið af stofnfrumum. Til að geta notað þessar stofnfrumur síðar á ævinni þarf að taka naflastrengsblóð við fæðingu og geyma það á sérstakan hátt en naflastrengurinn sjálfur er ekki geymdur. Það er rétt hjá þér að stofnfrumur geta nýst barninu síðar á ævinni ef það fær alvarlegan sjúkdóm s.s. hvítblæði. Það er ekki boðið upp á þessa þjónustu hér á landi en það er mögulegt að nýta sér þjónustu erlendis þó að barnið fæðist hér á landi. Það er t.d. hægt að fræðast nánar um þetta á vef UK CBB í Bretlandi. 
 

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. september 2007.