Spurt og svarað

23. september 2007

Stofnfrumur og geymsla á naflastrengsblóði

Af hverju er fólk að láta geyma naflastrengina? Ég las að fólk gerði það svo hægt færi að rækta stofnfrumur ef barnið þeirra myndi fá alvarlegan sjúkdóm. Skil samt ekki alveg hvað er gert eða hvernig stofnfrumurnar nýtast! :)Tíðkast það hérlendis að geyma strengina?
 
Takk fyrir frábæran vef


Sæl og blessuð!

Naflastrengsblóð inniheldur mikið af stofnfrumum. Til að geta notað þessar stofnfrumur síðar á ævinni þarf að taka naflastrengsblóð við fæðingu og geyma það á sérstakan hátt en naflastrengurinn sjálfur er ekki geymdur. Það er rétt hjá þér að stofnfrumur geta nýst barninu síðar á ævinni ef það fær alvarlegan sjúkdóm s.s. hvítblæði. Það er ekki boðið upp á þessa þjónustu hér á landi en það er mögulegt að nýta sér þjónustu erlendis þó að barnið fæðist hér á landi. Það er t.d. hægt að fræðast nánar um þetta á vef UK CBB í Bretlandi. 
 

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. september 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.