Spurt og svarað

23. ágúst 2006

Stoðmjólk

Sælar
Mig langaði að forvitnast um stoðmjólkina, nú er þurrmjólkin tormelt og oft erfiðara að melta hana en brjóstamjólkina. Hvernig er það með stoðmjólkina, er hún tormelt líka þar sem guttinn minn hefur nánast aldrei ælt eftir drykkju þurrmjólkur er farinn að æla svolítið eftir stoðmjólkina.
Önnur spurning, ég hita stoðmjólkina aðeins svo hún sé ekki ísköld, hversu lengi get ég geymt hana eftir að ég hef hitað hana eða er æskilegt að henda afgangi ef einhver er?
bkv


 

 Ég myndi halda að það sé álíka erftitt að melta þurrmjólk og stoðmjólk þar sem báðar tegundirnar eru búnar til úr kúamjólk.  Það eru hinsvegar mörg börn sem æla svolítið í byrjun af stoðmjólkinni einhverra hluta vegna.
Eftir að búið er að hita mjólkina er ráðlagt að henda afgangnum.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
23.08.2006.
Komdu sæl.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.