Svefnerfiðleikar

18.09.2008

Sælar og takk fyrir góðan vef!

Mig langaði að spyrja um ráð, ég á 7 mánaða gamla stelpu sem er mjög þæg og góð og sefur yfirleitt mjög vel bæði inni og úti í vagninum og allar nætur og hefur alltaf gert en núna síðustu viku fær hún alveg kast þegar ég ætla að setja hana í vagnin að sofa og hún grætur alveg offsalega og verður fyrir vikið rosa heit og sveitt og alveg hund fúl þótt hún sé alveg ofsa þreytt. En ef hún sofnar hjá mér áður og ég legg hana í vagninn sefur hún eins og ekkert sé. Hvað ætti ég að gera? Ég reyni að rugga henni og keyra hana um svalirnar hjá okkur en oft tek ég hana inn þegar hún er búin að gráta lengi og komin með ekka.

Með fyriram þökkum

Erla


Sæl Erla

Þetta hljómar eins og aðskilnaðarkvíði sem byrjar einmitt á þessum aldri.  Þú þarft að vera viss um að ekkert annað sé að angra hana, hún sé ekki svöng, ekki of heitt eða of kalt eða lasin og svo framvegis en ef ekkert er að hjá henni þá heldur þú bara þínu striki.  Hún þarf kannski að finna fyrir þér eða sjá þig af og til eða í smá tíma meðan hún er að sofna en þar sem hún er vön að sofna sjálf, ef ég skil þig rétt þá gengur þetta oftast fljótt yfir.  Aðskilnaðarkvíði getur hinsvegar varað í marga mánuði.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
18.sept. 2008.