Spurt og svarað

22. ágúst 2005

Svefnstellingar barna

Hæ hæ
Mig langaði til að spyrja ykkur í sambandi við svefnstellingar barna þar sem ég á næst tíma í skoðun fyrir barnið mitt eftir mánuð.  Hvenær er óhætt að þau fari að sofa á maganum?  Ég er búin að heyra svo margt sumt slæmt en annað gott og ekki ber öllum sögum saman. Sonur minn er 9 mánaða og vill helst bara liggja á maganum, þegar ég vakna við að hann hreyfir sig mikið þá reyni ég að setja hann á hliðina eða á bakið þar sem ég veit ekki hvað ég á að gera og hvort hann sé orðinn nægilega gamall þó svo að hann sé nokkuð sterkur og hraustur.
Takk fyrir
 
.....................................................
 
Komdu sæl
 
Þegar börn eru orðin það stór að þau snúa sér sjálf og breyta sjálf um svefnstellingar þá er kominn tími til að leyfa þeim að ráða þessu sjálf og vera ekkert að skipta sér af því hvernig þau sofa.  Börn geta sofið í ýmsum stellingum sem okkur myndi finnast óþægilegar en þau breyta bara þegar þau þurfa. 
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.