Svefnstellingar barna

22.08.2005
Hæ hæ
Mig langaði til að spyrja ykkur í sambandi við svefnstellingar barna þar sem ég á næst tíma í skoðun fyrir barnið mitt eftir mánuð.  Hvenær er óhætt að þau fari að sofa á maganum?  Ég er búin að heyra svo margt sumt slæmt en annað gott og ekki ber öllum sögum saman. Sonur minn er 9 mánaða og vill helst bara liggja á maganum, þegar ég vakna við að hann hreyfir sig mikið þá reyni ég að setja hann á hliðina eða á bakið þar sem ég veit ekki hvað ég á að gera og hvort hann sé orðinn nægilega gamall þó svo að hann sé nokkuð sterkur og hraustur.
Takk fyrir
 
.....................................................
 
Komdu sæl
 
Þegar börn eru orðin það stór að þau snúa sér sjálf og breyta sjálf um svefnstellingar þá er kominn tími til að leyfa þeim að ráða þessu sjálf og vera ekkert að skipta sér af því hvernig þau sofa.  Börn geta sofið í ýmsum stellingum sem okkur myndi finnast óþægilegar en þau breyta bara þegar þau þurfa. 
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22.08.2005.