Spurt og svarað

03. júní 2010

Sveppasýking

Ég ætla að byrja á því að segja takk fyrir æðislegan vef.

Vandamálið mitt er sveppasýking, ég er búin að nota vivag leggangastíla og hef verið að nota krem við kláða. Mig klægjar ekkert lengur og mér finnst þetta vera nánast alveg horfið, þangað til ég fer að stunda kynlíf með kærastanum mínum. Það er eins og ég upplifi fyrsta skiptið aftur og aftur. Þetta er stundum svo ótrúlega vont að ég segji honum að hætta og önnur skipti þar sem þetta er ekki jafn vont og ég fer að pissa eftir á þá svíður mér svo rosalega í leggöngunum. Er þetta sveppasýkingin ? Er hún ekki farin ennþá?

Kolbrún !


Sæl Kolbrún 

Líklegast er að sveppasýkingin sé ekki búin.  Vivaq stílar eru til að fyrirbyggja sveppasýkingu en ekki til að meðhöndla hana þegar hún er komin.  Þú þarft að fá þér Pevaryl stíla og krem og nota eins og stendur á umbúðunum.  Stílana á kvöldin og krem þrisvar á dag og að minnsta kosti þrjá daga eftir að einkenni eru horfin.  Kærastinn þinn þarf líka á meðferð að halda.  Hann notar þá kremið eins og þú þrisvar á dag og passar að bera vel undir forhúðina (á kónginn allann).

Sveppasýkingin ætti að lagast við þetta en ef ekki þá ættir þú að leita læknis.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
3. júní 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.