Tannburstun

17.10.2005
Sælar og takk fyrir frábærann vef.
Ég er með 5 mánaða barn allveg á brjósti og það er farið að gæjast í tvær tennur, hann er ekki byrjaður að borða neitt ennþá og ég var að spá hvort ég eigi strax að fara tannbursta hann? Hef ekki gert það hingað til.  Ef ég á að tannbursta hann þá með hverju og hvernig,
Kveðja Inga
 
................................................
 
Komdu sæl Inga og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Já það er mælt með því að byrja strax að bursta við fyrstu tönn, þannig heldur þú jú tönninni hreinni og barnið lærir að þetta er eitthvað sem er gert á hverjum degi.  Hægt er að fá sérstaka tannbursta fyrir börn frá 0-6 ára en mestu skiptir að tannburstinn sé lítill og mjúkur.  Einnig er hægt að fá tannkrem sérstaklega ætlað börnum en barnatannlæknar hér á landi segja að nota ætti fullorðinstannkrem fyrir börn þar sem flúorinnihald í barnatannkreminu sé lítið og henti þar sem flúor er í vatninu og passa þarf að barnið fái ekki of mikið af flúor.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
17.10.2005.