Trip trap stólar

11.11.2005

Hvenær mega  börn fara að sitja í Trip trap stólum?

......................................................................

Hæ, hæ og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn!

Áður en ungbörn læra að sitja þurfa þau að vera farin að halda höfði, sem gerist oftast um þriggja mánaða aldur. Þau læra smám saman að sitja sjálf og óstudd á tímabilinu 4-8 mánaða gömul, fyrst með stuðningi um fjögurra mánaða aldur og síðan oftast upp úr sjö mánaða aldri, fara þau að sitja óstudd í stutta stund í einu, sem lengist smám saman með æfingunni. Um átta mánaða aldur ættu þau að vera farin að sitja óstudd. Það er óhætt að byrja að venja þau við Trip trap stólinn á þessu aldursbili en í upphafi þarf að setja púða eða annan stuðning við búk þeirra ef þau eru ekki farin að sitja óstudd, og hafa þau í stólnum í stutta stund í einu, til að byrja með.

Vonandi svarar þetta fyrirspurninni og gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. nóvember 2005.