Spurt og svarað

13. október 2006

Tveggja mánaða á ferðalagi

Góðan daginn, ég og konan mín erum að spá í að gista í sumarbústað yfir jólin með fjölskyldu. Málið er að við erum að fara að eignast okkar fyrsta barn og mun það vera rúmlega 2 mánaða um jólin. Er óhætt að fara með svona ung börn á staði þar sem kannski er ekki eins fljótlegt að fá læknisaðstoð og inniheldur kannski 2 tíma keyrslu?
Takk fyrir aðstoðina.

 
Komdu sæll og takk fyrir að leita til okkar.
 
Það er mjög erfitt að svara þessu þar sem þetta verður alltaf á endanum ykkar ákvörðun.  Hvað treystið þið ykkur til?  Það eru margir þættir sem þarf að hafa í huga eins og heilsufar barnsins fram að jólum, veðrið, bíllinn, bústaðurinn, er góður hiti í bústaðnum, aðstaða í bústaðnum fyrir móður og barn við gjafir (ég geri ráð fyrir að barnið verði á brjósti) o.s.frv.  Ef hægt er að tryggja barninu góðan hita á ferðalögum og í bústaðnum og heilsufar barnsins er gott þá er í rauninni ekkert að því að fara í ferðalag.  Heilsugæslustöðvar eru um allt land ef þið þurfið á læknisaðstoð að halda eða þá að fara bara snemma af stað til læknis ef barnið veikist.
 
Gangi ykkur vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
13.10.2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.