Spurt og svarað

04. ágúst 2005

Umhverfisvænar bleyjur

Sælar ljósmæður 
Mig langar að forvitnast hjá ykkur hvort þið getið bent mér á umhverfisvænan kost við bleyjukaup. Ég hef verið að líta eftir umhverfisvottuðum bleyjum, en gengið illa. Ég veit að slíkar bleyjur eru framleiddar (líka einnota) en ég hef ekki rekist á þær hér á landi.
Þið hafið kannski heyrt um slíkt og getið bent mér á.
Með kærri kveðju
Ein væn og græn

..................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Umhverfisvænar bleiur eru til í versluninni Þumalínu (t.d.), www.thumalina.is, þar er hægt að kaupa margnota bleyjubuxur, innlegg í bleyjurnar og það sem þarf í þetta. Þetta er mjög sniðugt, miklu minni kostnaður en ef maður notar einnota bleyjur, en að sjálfsögðu meiri vinna.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
04.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.