Umhverfisvænar bleyjur

04.08.2005
Sælar ljósmæður 
Mig langar að forvitnast hjá ykkur hvort þið getið bent mér á umhverfisvænan kost við bleyjukaup. Ég hef verið að líta eftir umhverfisvottuðum bleyjum, en gengið illa. Ég veit að slíkar bleyjur eru framleiddar (líka einnota) en ég hef ekki rekist á þær hér á landi.
Þið hafið kannski heyrt um slíkt og getið bent mér á.
Með kærri kveðju
Ein væn og græn

..................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Umhverfisvænar bleiur eru til í versluninni Þumalínu (t.d.), www.thumalina.is, þar er hægt að kaupa margnota bleyjubuxur, innlegg í bleyjurnar og það sem þarf í þetta. Þetta er mjög sniðugt, miklu minni kostnaður en ef maður notar einnota bleyjur, en að sjálfsögðu meiri vinna.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
04.08.2005.