Spurt og svarað

16. apríl 2012

Ungbarn í sund

Góðan daginn og kærar þakkir fyrir að nenna að halda úti þessum gríðarlega gagnlega vef!


Ég hef einhvers staðar lesið að sólarvörn sé í raun ekki ætluð fyrir börn undir 6 mánaða aldri, þangað til þá eigi maður bara að halda þeim í skugga og ekkert hafa þau í beinu sólarljósi. En hvernig er með sundferðir og lítil börn? Drengurinn minn er 3 mánaða núna og nú þegar fer að vora langar mann að fara með eldri systur hans í sund í góða veðrinu sem vonandi kemur. Lendi ég þá í tómum vandræðum með litla manninn, eða á ég bara að smyrja á hann sólarvörn og drífa hann líka í setlaugina?


Góðan dag!


Það þarf að vera MJÖG gott veður til að fara með 3ja mánaða barn í útilaug, kannski frekar spurning um að láta hann sofa í vagni á meðan hinir fara ofaní.


Ef þið farið samt í sund með hann er ráðlagt að bera á hann sólarvörn án ilmefna með factor a.m.k. 25-30.  Gott er líka að vera með húfu úr ullargarni til að verja hann gegn kulda og sól.


Kveðja,


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. apríl 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.