Spurt og svarað

04. nóvember 2004

Ungbarnasund og eyrnabólga

Ég er að velta fyrir mér hvenær það sé óhætt að fara með börn í ungbarnasund. Það er svo misjafnt sem maður heyrir og ég veit ekki hverju ég á að trúa. Svo segja sumir að það sé ávísun á eyrnabólgu að fara með barnið sitt í sund, er eitthvað til í því?

Takk, Una.

Komdu sæl Una, og takk fyrir að leita til okkar

Það hefur verið talað um, að hæfilegt sé að byrja með börn í ungbarnasundi, þegar þau eru orðin þriggja til fjögurra mánaða gömul. Annars er best fyri þig að ræða það við þann sundkennara, sem þú velur. Varðandi tengsl eyrnabólgu og ungbarnasunds hef ég ekki rekist á rannsókn um en það er einfaldast fyrir þig að spyrja viðkomandi sundkennara, hvort sá kannist við það. Hins vegar geta verið tengsl á milli eyrnabólgu og kvefs, sem börn geta fengið hvar og hvenær sem er. Aðalatriðið er að gæta þess að litlu börnunum verði ekki kalt í sundinu en einmitt þess vegna er ungbarnasund haldið í innisundlaugum, sem hafa hæfilegt hitastig á vatninu fyrir börnin og þess gætt að hafa viðeigandi hitastig þar sem búningsaðstaðan er. Það mætti einnig hugsa um sundhettur fyrir börnin til að minnka líkur á hitatapi hjá þeim í gegnum höfuðið.

Vona að þetta svari fyrirspurninni og gangi ykkur vel!

Kveðja, Kolbrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í júní 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.