Uppköst ungbarna

03.08.2005
 
Getur verið að börn kasti upp matnum ef þau fá of mikið prótín t.d ef þau fá skyr, fisk eða egg. Eða fá bara fæðu sem inniheldur mikið prótín?
 
..........................................................
 
Komdu sæl.
 
Ekki er sama próteinið í fiski og skyri og nú hefur verið sýnt fram á að ungabörn eiga erfitt með að melta prótein í skyri og því er ekki mælt með því fyrir mjög ung börn.  Það er alveg til í dæminu að barnið þoli ekki þessar fæðutegundir og kasti því upp en það getur líka verið eitthvað annað sem er að.  Börn þurfa mikið prótein í fæðunni og eiga að ráða við fisk og egg til dæmis.  Kannski er ráð að gefa minna í einu af þessum fæðutegundum ef barnið kastar alltaf upp á eftir.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
03.08.2005.