Spurt og svarað

03. ágúst 2005

Uppköst ungbarna

 
Getur verið að börn kasti upp matnum ef þau fá of mikið prótín t.d ef þau fá skyr, fisk eða egg. Eða fá bara fæðu sem inniheldur mikið prótín?
 
..........................................................
 
Komdu sæl.
 
Ekki er sama próteinið í fiski og skyri og nú hefur verið sýnt fram á að ungabörn eiga erfitt með að melta prótein í skyri og því er ekki mælt með því fyrir mjög ung börn.  Það er alveg til í dæminu að barnið þoli ekki þessar fæðutegundir og kasti því upp en það getur líka verið eitthvað annað sem er að.  Börn þurfa mikið prótein í fæðunni og eiga að ráða við fisk og egg til dæmis.  Kannski er ráð að gefa minna í einu af þessum fæðutegundum ef barnið kastar alltaf upp á eftir.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
03.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.