Spurt og svarað

02. ágúst 2008

Uppsagnir ljósmæðra

Ég á von á barni og er með verulegar áhyggjur af þjónustunni sem bíður okkar í fæðingu og í framhaldi af henni. Hverjum ætti ég að skrifa til að útlista þessar áhyggjur mínar? M.ö.o. við hvern eruð þið að semja? Stjórn spítalans? Svo er það fjöldinn allur af konum sem eiga að fæða á sama tíma og ég. Af mínum kunningjum veit ég um tæplega 20 konur sem eru settar í sömu viku og ég. Ótrúlegur fjöldi, og við gætum hæglega lent í að fæða allar á sama dagi. Hvað gerist í svona önnum uppi á fæðingadeild og í Hreiðrinu? Eru ljósmæður og læknar á bakvakt til að taka á svona aðstæðum. Er til mannskapur? Hjálp! Sé fyrir mér fæðingu, hjálpar-og bjargarlaus í kústaskáp inni á spítala.

Ein áhyggjufull.


Ljósmæðrafélagið stendur í samningum við ríkið en þeim samningum hefur fjármálaráðherra ákvarðanavald yfir. Ef ekki hefur tekist að semja fyrir miðjan ágúst, getur ríkið framlengt uppsagnarfrest ljósmæðranna um þrjá mánuði og taka þær þá gildi á áramótum. Ljósmæðrafélag Íslands mun gera sitt allra besta til að ná samningum sem ljósmæður geta unað, enda horfir til mikilla vandræða ef það tekst ekki. Það er ábyrgð ríkisins að halda uppi heilbrigðisþjónustu og ráða til þess hæft starfsfólk. Við verðum að treysta því að metnaður ríkisins fyrir framúrskarandi barneignarþjónustu minnki ekki.

Kveðja,

Guðlaug Einarsdóttir,
formaður Ljósmæðrafélags Íslands,
2. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.