Spurt og svarað

27. ágúst 2005

Útisvefn

Komið þið sæl!

Ég á eina 2 mánaða og var að velta því fyrir mér hversu gömul þau þurfa að vera þegar hægt er að láta þau sofa úti í vagni.

.............................................................................

Komdu sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn!

Það hafa ekki verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir um aldur barna og útisvefn. Í grófum dráttum er venjulega miðað við þriggja vikna aldur þeirra á sumrin og fjögurra vikna aldur á veturna eða þyngd barnanna, en þá er miðað við þrjú kíló á sumrin og fjögur kíló á veturna. Svo metur móðurhjarta þitt og skynsemi þín þetta með veðurfarið og klæðnaðinn á barninu. Síðan þarf að hugsa um öryggi barnsins í vagninum þ.e. hafa það beislað frá fyrsta degi, hafa örugga bremsu á vagninum og ekki láta hann standa í sól, þegar barnið sefur í honum, svo ekki verði of heitt inni í vagninum þannig að barnið fari að svitna.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. ágúst 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.