Spurt og svarað

26. apríl 2010

Útisvefn í öskumistri

Komið þið sæl,

Takk fyrir alveg frábæran vef, ég hef notað hann mikið allt frá því ég varð ófrísk af dóttur minni sem nú er 10 mánaða.En nú er í fyrsta sinn þörf fyrir mig að senda sjálf fyrirspurn: Er rétt að láta börn sofa inni í Reykjavík og nágrenni í ljósi þess að aska gæti leynst í andrúmsloftinu. Nú hefur ekki orðið beinlínis öskufall á þessu svæði en þó er væntanlega eitthvað öskumistur þó það sé varla greinanlegt. Er rangt af mér að láta barnið sofa úti í vagni?

Kær kveðja

Þóra.


Komdu sæl Þóra.

Talið er að lítið magn ösku sé ekki hættulegt en börn eru viðkvæmari fyrir en fullorðnir.  Ráðlagt er að halda börnum inni þegar um öskumistur eða mikla svifryksmengun er að ræða.

Nánari upplýsingar má finna á:

http://almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=8&module_id=220&element_id=2274

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
26. apríl 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.