Varðveisla á naflastrengsblóði til framtíðar

20.02.2007

Góðan daginn!

Ég bý núna i Bandaríkjunum en er að fara að flytja heim áður en ég eignast barnið. Hérna úti er hægt að láta geyma naflastrengsblóð til að nota seinna ef það koma upp einhverjir sjúkdómar í fjölskyldunni eða barninu seinna í lífinu? Er hægt að láta gera þetta heima á Íslandi? Ég finn ekkert um þetta á netinu?

Með fyrirfram þökk, Anna bumbulína ;)


Sæl og blessuð!

Það er ekki farið að bjóða upp á þessa þjónustu hér á landi en þú getur kannað hvort erlend fyrirtæki bjóði upp á slíka þjónustu þó að barnið fæðist á Íslandi. Þá væri sennilega nærtækara að kanna með fyrirtæki í Evrópu.

Hægt er að fræðast um tilgang þess að geyma naflastrengsblóð á vef Lifandi Vísinda.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. febrúar 2007.