Spurt og svarað

22. nóvember 2005

Vatn fyrir fjögurra mánaða?

Sælar!

Ég er með eina 4 mánaða dömu. Hingað til hefur hún eingöngu verið á brjósti en nú er ég byrjuð að kenna henni á stútkönnu, því ég vil að hún drekki úr könnu þegar ég er fjarri. Hún hefur þó tekið brjóstamjólk úr pela. Ef ég gef henni vatn á nóttunni og af og til á daginn getur það valdið því að hún mun biðja minna um brjóstið? Þarf ég að nota soðið vatn og upphitað? Er nóg að hafa vatnið og brjóstamjólkina stofuheita?

Kveðja, Eva.

...................................................................

Sæl og blessuð Eva!

Dóttir þín er of ung til að fá vatn. Þú getur mjólkað þig og látið gefa henni á hvaða hátt sem þú vilt þegar þú ert fjarri en hún hefur ekki gott af vatni fyrir 6 mánaða aldurinn. Svarið við spurningu þinni „Ef ég gef henni vatn á nóttunni og af og til á daginn getur það valdið því að hún biðji minna um brjóstið“ er nei. Hún kemur til með að biðja meira um brjóstið því hana mun vanta meiri næringu eða hún fer að hægja á sér í þyngdaraukningu. Afleiðingin er líka sú að mjólkurframleiðslan minnkar ef ekki er sogið eins oft. Það er betra að hita mjólkina í líkamshita en það er ekkert hættulegt þótt hún sé bara stofuheit. Það eru hins vegar mörg börn sem vilja bara hitaða mjólk.

Bestu kveðjur og ósk um gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. nóvember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.