Spurt og svarað

27. október 2006

Excedrine verkjalyf á meðgöngu

Komið sælar!

Mig langaði að spyrja hvort það væri í lagi að taka höfuðverkjatöflur sem heita Excedrine a meðgöngu. Þær innihalda Koffein, Aspirín og Acetaminophen og eru keyptar í Ameríku. Ég veit að ekki er ætlast til að taka Parkódein en Parasetamól er í lagi. Ég vildi bara tékka á þessum töflum þar sem þær virka svo vel á höfuðverk hjá mér.

Kveðja, ein ólétt.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Drugs.com þá er ekki mælt með að taka inn Aspirín á meðgöngu, sérstaklega ekki síðustu þrjá mánuðina. Koffein ætti heldur ekki að taka inn í miklum mæli en Acetaminophen er hins vegar talið vera í lagi. Þú ættir því frekar að taka inn Parasetamól ef það dugar þér. Ræddu þessi mál við þína ljósmóðir og/eða lækni í næstu mæðraskoðun.

Gangi þér vel.

yfirfarið 28.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.