Excedrine verkjalyf á meðgöngu

27.10.2006

Komið sælar!

Mig langaði að spyrja hvort það væri í lagi að taka höfuðverkjatöflur sem heita Excedrine a meðgöngu. Þær innihalda Koffein, Aspirín og Acetaminophen og eru keyptar í Ameríku. Ég veit að ekki er ætlast til að taka Parkódein en Parasetamól er í lagi. Ég vildi bara tékka á þessum töflum þar sem þær virka svo vel á höfuðverk hjá mér.

Kveðja, ein ólétt.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Drugs.com þá er ekki mælt með að taka inn Aspirín á meðgöngu, sérstaklega ekki síðustu þrjá mánuðina. Koffein ætti heldur ekki að taka inn í miklum mæli en Acetaminophen er hins vegar talið vera í lagi. Þú ættir því frekar að taka inn Parasetamól ef það dugar þér. Ræddu þessi mál við þína ljósmóðir og/eða lækni í næstu mæðraskoðun.

Gangi þér vel.

yfirfarið 28.10.2015