Vatn úr krana

27.11.2006

Sæl!

Ég er með eina rúmlega fjögurra mánaða og gef henni stundum vatnssopa.  Hingað til hef ég að ráði ljósmóður minnar soðið vatnið og kælt það áður en ég gef henni það en það er auðvitað tímafrekt og stundum hafa litlu krílin ekki þolinmæði. Hvenær er mér óhætt að hætta að sjóða vatnið og gefa henni bara beint úr krananum?

Með fyrirfram þökkKomdu sæl.

Við búum svo vel hér á Íslandi að vatnið okkar úr krönunum er tiltölulega
hreint.  Vissulega er öruggara að sjóða vatnið fyrstu vikurnar og mánuðina
þegar barnið er sem viðkvæmast en þér er alveg óhætt að fara að gefa henni
beint úr krananum núna.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
23.11.2006.