Vaxtarkúrfur ungbarna

03.07.2007

Sæl Anna Sigríður!

Þakka fyrir stórgóða vefsíðu sem ég nota mikið. Langaði bara að koma með smá ábendingu um það hvort hægt væri að setja inn á síðuna vaxtarrit drengja og stúlkna t.d. sem pdf skjal. Væri mjög hentugt fyrir okkur sem búum erlendis með okkar íslensku börn.

Með kærri kveðju, Ragnheiður.


Sæl og blessuð!

Takk fyrir ábendinguna. Hér koma tenglar á sænsku vaxtakúrfurnar svo og nýja vaxtakúrfu frá WHO sem er hugsuð fyrir börn á brjósti.

Sænska vaxtarkúrfan - Drengir

Sænska vaxtarkúrfan - Stúlkur

Vaxtarkúrfa WHO

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. júlí 2007.