Spurt og svarað

22. ágúst 2005

Vill ekki stoðmjólk

Sælar og takk fyrir fróðlegan og gagnlegan vef.

Ég á 6 mánaða gamlan strák sem hefur drukkið SMA þurrmjólk síðan hann var 4 mánaða (var á brjósti fram að því). Hann er farinn að borða svolítið líka, fær graut, grænmeti og ávexti 2-3 á dag, dafnar mjög vel og er vær. Ég hef verið að reyna að fá hann til að drekka stoðmjólk í stað þurrmjókurinnar undanfarna daga en ekkert gengur, það er eins og honum finnist hún einfaldlega vond. Ég hef sett hana í stútkönnu en hann hefur ekki lag á henni og líka hef ég reynt að gefa honum hana úr pela eins og hann er vanur og hann hafnar henni algjörlega og harðlokar munninum þar til hann fær þurrmjólkina sína. Eigið þið einhver góð ráð í pokahorninu til að fá litla manninn til að gefa þessu sjens?

Kærar þakkir.

...........................................

Komdu sæl

Hef ekki yfir að ráða neinum patent lausnum varðandi stoðmjólkina og val drengsins þíns á SMA fram yfir stoðmjólk. Hann er greinilega orðinn vanur bragðinu á SMA mjólkinni og sættir sig við það. Það er hins vegar ekki óeðlilegt, að hann hafni stoðmjólkinni þar sem hann þekkir ekki bragðið á henni og líkar það greinilega síður svo hann velur. Hann gæti hugsanlega vanist bragðinu ef þú heldur áfram að bjóða honum stoðmjólkina en þau eru klók þessi litlu. Ef hann lærir það, að fá SMA á endanum ef hann neitar hinni nógu lengi, þá gerir hann það ef honum líkar hún betur. Þú verður líklega að sætta þig við það, enda fer hann smám saman að borða úr öllum fæðuflokkum og þá sérð þú um að hann fái nóg af járnríku fæði til að bæta sér upp það, sem hann fær ekki úr stoðmjólkinni.

Gangi ykkur vel,
kveðja

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22.08.2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.