Vökvi úr brjóstum en er ekki þunguð

20.06.2005

Sælar!

Við hjónin erum búin að vera reyna eignast barn en ekkert hefur gengið í ár. Núna í gær var ég eitthvað að fikta í brjótunum og þá kemur eins og mjólk út úr þeim. Ég tók auðvitað strax þungunarpróf því ég var forvitin, hélt kannski að ég væri orðin ófrísk en fékk neikvætt. Hvað þýðir þetta?

..........................................................................

Sæl og blessuð!

Að öllum líkindum þýðir þetta ekkert sérstakt. Því miður fyrir ykkur. Það geta flestar konur á barneignaraldri kreist út vökva úr brjóstum sínum annað slagið. Það jákvæða fyrir þig er að það þurfa ákveðin hormón að vera til staðar til að það sé hægt og þau sömu hormón þurfa að vera til staðar til að hægt sé að verða ófrískur. Svo að vissu leyti eru þetta góðar fréttir.

Með bestu ósk um að vel gangi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
20. júní 2005.