Þegar MFS verður lagt niður ...

08.03.2006

Þegar að MFS einingin verður lögð niður verður þá ekki ein ljósmóðir sem fylgir konunni í gegnum allt ferlið lengur?

................................................................................................

Þegar MFS þjónustan verður lögð niður þá fara barnshafandi konur í mæðravernd til ljósmóður á heilsugæslustöðinni sem er í þeirra hverfi. Það þýðir að í flestum tilfellum er það sama ljósmóðirin sem sinnir konunni alla meðgönguna. Það eru margar ljósmæður sem starfa í mæðravernd sem einnig sinna konum í heimaþjónustu í sængurlegu svo í mörgum tilfellum gæti verið sama ljósmóðirin sem sinnir bæði mæðravernd og heimaþjónustu. Svo eru líka ljósmæður sem vinna í mæðravernd, við fæðingahjálp og sinna konum í heimaþjónustu í sængurlegu og það eru margar ljósmæður sem vinna við fæðingahjálp sem gjarnan vilja sinna konum í heimaþjónustu í sængurlegu þannig að möguleikinn á samfelldri þjónustu verður ennþá til staðar en verður líklega tilviljanakenndari.

Vona að þessar upplýsingar svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. mars 2006.