Spurt og svarað

12. febrúar 2007

Þröng forhúð

Góðan dag og takk fyrir góðan vef.

Ég á rúmlega 4 mánaða gamlan strák og mér finnst forhúðin á honum svo þröng, rétt sést í gatið ef ég opna forhúðina. Á ég að gera eitthvað til að reyna að víkka hana, hún fer ekki næstum því yfir kónginn. Geta ekki safnast óhreinindi þarna inn undir?

Kveðja, ein með typpaáhyggjur :).


Komdu sæl, og takk fyrir að leita til okkar.

Það er ekki hægt að opna forhúðina á drengjum fyrr en eftir 4-6 mánaða aldur og það á aldrei að þvinga hana upp til hreinsa undir henni. Á meðan drengurinn pissar án vandkvæða og ekki sést roði né bólga fremst á typpinu er rétt að láta þetta vera. Það geta komist óhreinindi undir forhúðina og valdið sýkingu þar, en það er kannski algengara hjá eldri strákum, sem eru sjálfir farnir að fikta í typpinu á sér. Annars má ýta forhúðinni varlega upp, þegar drengurinn er í baði, til að óhreinindi skolist þaðan burt í baðinu.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. febrúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.