Þunglyndi?

19.05.2008

Sæl!

Ég er að velta því fyrir mér ég er 3 barna móðir og mitt yngsta er 9 mánaða og mér er búið að líða mjög illa undanfarna mánuði og mér finnst allt ómögulegt ég nenni ekki út eða gera neitt ég er bara heima að taka til þangað til eldri börnin koma heim. Mér hefur aldrei liðið svona áður og maðurinn minn er orðinn frekar þreyttur á mér og skilur ekki vanlíðan mína segir að ég sé alltaf í fýlu og vondu skapi en ég ræð ekki við þetta hvað get ég gert?

Með kveðju, 3 barna móðir.


Sæl!

Ég mæli með að þú leitir til heilsugæslunnar og talir við þinn heimilislækni til að byrja með, þar sem um þunglyndi gæti verið að ræða. Ef þú ert ekki með slíkan þá skaltu heyra í ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi í ungbarnavernd þær ættu að geta bent þér á úrlausnir.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2008.