Spurt og svarað

19. janúar 2005

Þurr hársvörður

Góðan dag.

Dóttir mín er 8 vikna og fæddist með mjög mikið hár sem hún hefur alveg haldið.
Vandamálið er að hársvörðurinn hjá henni er alveg rosalega þurr og það er eins og hún sé með flösu.  Ég hef sett olíu í baðvatnið hennar en þá verður hárið sjálft svo rosalega feitt.  Hvað get ég gert?

....................................................................

Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Mér dettur í hug að dóttir þín gæti verið með skán í hársverðinum fremur en eitthvað annað, en hjúkrunarfræðingurinn þinn í ungbarnaverndinni getur skorið úr um það næst þegar þú hittir hana. Þú getur skoðað fyrirspurn um Skán í hársverði ungbarna sem barst okkur fyrir nokkru til að sjá hvað hægt er að gera við henni.  Skán í hársverði ungbarna er eðlilegt fyrirbæri og stafar oftast af óþroskuðum fitukirtlum.

Með kveðju,

Kolbrún Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
19. janúar 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.