Spurt og svarað

13. maí 2008

Þurr húð ungbarna

Fyrst og fremst takk fyrir frábæran vef.

Ég hef hingað til fengið svör við öllum mínum spurningum í listanum hérna. Það er alveg ómetanlegt meðan maður býr svona erlendis. Ég er búsett í Danmörku og er með einn þriggja mánaða. Meðgangan gekk vel sem og fæðingin. Þetta er skemmtilegasta hlutverk í heiminum;) Hann er samt svo svakalega þurr á höfðinu sem nær niður á enni og í augabrúnirnar. Ég ber á hann barnaolíuna frá Weleda og það reglulega. Annars á hann það til að klóra sig til blóðs. Þegar ég baða hann (annan eða þriðja hvern dag) þá bleyti ég höfuðið vel með þvottaklút og svo greiði ég skánina úr með greiðu en þetta virðist aldrei almennilega nást úr! Ætti hann ekki að vera orðinn góður? Ég hitti eina ljósmóður hér í Danmörku og hún rétti mér sterakrem til að bera á barnið!! Ég vil ekki bera sterakrem á barnið mitt. Hvað ætti ég að gera?


Með fyrirfram þökk,

Sunneva.

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.


Á vefsíðu Heilsugæslunnar eru upplýsingar um það hvernig best sé að meðhöndla skóf í hársverði eins og drengurinn þinn er með. Vona að þetta hjálpi og hann verði laus við skófina innan tíðar.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.