Þurrkur í hársverði

07.05.2009

Halló

Strákurinn minn er 3 mánaða og er með rosalega mikinn þurrk í hársverðinum. Við settum barnaolíu á þurrkinn en hann varð bara eldrauður og virkar eins og hann sé brunninn. Hvað er eiginlega best að gera og setja á þetta? Erum að prófa Aloe Vera gel núna...Er A+D krem með zink eða án sniðugt á svona?


Komdu sæl.

Drengurinn á ekki að vera eins og brunninn á höfðinu.  Mér finnst ástæða til að fara með hann til læknis og láta kíkja á hann. Stundum kemst sýking í húðina á höfðinu undan skán sem svona ung börn eru oft með í hársverðinum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. maí 2009.