Þurrmjólk

27.07.2006
Ég er að gefa guttanum mínum bara þurrmjólk og var að spá hvort það mætti blanda hana til að taka með sér eitthvað, eins og í heimsóknir og eins ef ég er að fara í bæinn, er á Selfossi?  Ég meina hafa hana tilbúna í pelanum og þurfa bara að fá að hita hana einhversstaðar?

Kveðja
Ein ný í bransanum ;o)
 

 
Komdu sæl.
 
Já þú getur haft þurrmjólk tilbúna í pela til að taka með þér.  Ef um langan tíma er að ræða er gott að fá að setja hana í ísskáp en ekki nauðsynlegt.  Það er líka hægt að kaupa flöskur með tilbúnu blönduðu SMA og það þarf ekki að geyma í ísskáp fyrr en eftir að flaskan er opnuð.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
29.07.2006.