Spurt og svarað

14. maí 2005

Þurrmjólk eða kúamjólk í USA

Hæ hæ. Þetta er alveg æðisleg síða og hefur hjálpað mér mikið. Ég er með smá spurningu og ég vona að þið getið hjálpa mér. Ég er að fara til USA með son minn sem er 10 mánaða. Ég er ekki með hann á brjósti og hann drekkur aðallega stoðmjólk og vatn. Ég var að velta því fyrir mér hvað hann eigi að drekka þarna úti. Hvort að ég eigi að láta hann drekka þurrmjólk eða kúamjólk, þar sem þeir eru náttúrulega ekki með stoðmjólk? Við verðum alveg í 3 vikur og mér finnst hann verða að fá mjólk. Með fyrirfram þökk.

..............................

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Persónulega mæli ég með þurrmjólk í Bandaríkjunum. Þurrmjólkin er gerð með næringarþörf barna á ákveðnum aldri í huga. Það gæti verið þrautinni þyngri fyrir þig að finna mjólk sem hentaði svona ungu barni í verslunum í Bandaríkjunum þar sem úrvalið er endalaust.

Góða ferð og gangi ykkur vel,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
14. maí 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.