Þurrmjólk eða kúamjólk í USA

14.05.2005

Hæ hæ. Þetta er alveg æðisleg síða og hefur hjálpað mér mikið. Ég er með smá spurningu og ég vona að þið getið hjálpa mér. Ég er að fara til USA með son minn sem er 10 mánaða. Ég er ekki með hann á brjósti og hann drekkur aðallega stoðmjólk og vatn. Ég var að velta því fyrir mér hvað hann eigi að drekka þarna úti. Hvort að ég eigi að láta hann drekka þurrmjólk eða kúamjólk, þar sem þeir eru náttúrulega ekki með stoðmjólk? Við verðum alveg í 3 vikur og mér finnst hann verða að fá mjólk. Með fyrirfram þökk.

..............................

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Persónulega mæli ég með þurrmjólk í Bandaríkjunum. Þurrmjólkin er gerð með næringarþörf barna á ákveðnum aldri í huga. Það gæti verið þrautinni þyngri fyrir þig að finna mjólk sem hentaði svona ungu barni í verslunum í Bandaríkjunum þar sem úrvalið er endalaust.

Góða ferð og gangi ykkur vel,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
14. maí 2005.