Spurt og svarað

22. nóvember 2005

Þurrmjólk fyrir fjögurra mánaða?

Sko ég á eina sem rúmlega fjögurra mánaða og hún er eingöngu á brjósti. Ég hef samt verið að velta fyrir mér hvort það sé í lagi að gefa henni þurrmjólk ef einhver annar, t.d. pabbi hennar er að passa hana, ef ég þarf að fara eitthvað frá og næ ekki að mjólka mig nóg til að það dugi henni? Og vilja brjóstabörn þá yfirleitt þurrmjólk?

......................................................................

Sæl og blessuð!

Ég mæli ekki með því að barnið þitt fái þurrmjólk ef þú mögulega getur komist hjá því. Þetta getur verið svolítið erfiður tími til að mjólka sig á og erfitt að fá almennilegan skammt. Reyndu samt. Þetta er nokkuð sem kemur með æfingunni og þolinmæðinni. Jú það er rétt hjá þér að það er oft mjög erfitt að fá brjóstabörn til að taka við þurrmjólk. Á þeirra tungu bragðast hún illa miðað við brjóstamjólkina.

Kveðjur og ósk um gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. nóvember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.