Spurt og svarað

23. febrúar 2015

Eymsli fyrir ofan lífbein.

Sælar og takk fyrir mjög svo gagnlegan vef! Ég er gengin 12 vikur með mitt fyrsta barn og hefur allt gengið frekar vel hingað til. Ég finn þó fyrir rosalegum eymslum þegar ég þreifa/ýti á magann rétt fyrir ofan lífbeinið. Ég fór að finna fyrir þessu þegar ég stundaði seinast kynlíf, það var eins og það væri mun minna pláss en vanalega og það þrýstist svakalega á þetta svæði (afsakið ítarlegar lýsingar). Ég er búin að finna fyrir þessum eymslum síðan þá (u.þ.b. 3 dagar síðan) og var að velta því fyrir mér hvort það væri möguleiki á að ég hafi skaðað fóstrið? Ég tek það fram að kærastinn er svolítið yfir meðallagi hvað stærð varðar, ef þið skiljið. Bestu kveðjur!


Heil og sæl, fóstrið er mjög vel varið og engin hætta á að það hafi skaðast við þetta. Það eru mjög miklar breytingar að eiga sér stað í líkama þínum og ekki skrýtið að þér líði aðeins öðruvísi en venjulega og að þú finnir svolítið fyrir þeim breytingum. Gangi þér vel áfram.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23.feb.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.