Spurt og svarað

07. september 2009

Þvottur ungbarna

Sælar

Hversu lengi þarf að þvo föt ungbarna sér. Ég á einn 5 mánaða og var að velta fyrir mér hvort ég mætti ekki fara að þvo fötin hans með okkar ef ég nota ekkert mýkingarefni. Er einhver ástæða fyrir þessu önnur en mýkingarefnið?  Hef aldrei áttað mig af hverju þetta er gert, þetta er bara það sem allir í kringum mig gera og mér var ráðlagt.


Sæl

Það getur verið ágætt að þvo þvott ungbarna sér í byrjun þar sem ráðlagt er að nota minna og mildara þvottaefni en oft er gert með annan þvott.  Einnig er gott að skola vel ungbarnaþvott til að erta ekki húð þeirra.  Það er enginn ákveðinn tími með þetta en börn á fyrsta árinu eru oft viðkvæm í húðinni þannig að ég myndi mæla áfram með mildu þvottaefni og frekar litlu af því þó þvotturinn sé þveginn með öðrum þvotti.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
7. september 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.