Hreyfing/spörk

16.05.2015

Góðan dag Ég er komin 21 viku + 4 daga og fylgjan er að framan hjá mér. Það er sem ég er að velta fyrir mér er hvort það sé eðlilegt að finna spörk/hreyfingu alltaf á svipuðum stað? Rétt undir eða við naflann?

Heil og sæl, Jú það er alveg eðlilegt að finna hreyfingar á svipuðum stað. Þegar fylgja erá  framveggs þá finnast hreyfingar oft seinna og minna heldur en þegar fylgjan er aftan á. Gangi þér vel.