Að bregða

18.05.2015

Góðan daginn og takk fyrir frábæra síðu. Er að velta því fyrir mér hvernig það er þegar manni bregður á meðgöngu. Nú er ég extra viðkvæm og bregður oftar heldur en áður og í hvert sinn fæ ég sting í magann, hjartað fer á fullt og ég er lengur en vanalega að jafna mig eftir að hafa brugðið. Getur það á einhvern hátt verið skaðlegt fyrir barnið?

Heil og sæl, nei það er ekki  skaðlegt fyrir barnið. Það losna hinsvegar ákveðin hormón þegar líkaminn bregst svona hressilega við áreiti.  Að hrökkva oft við getur verið merki um innri streitu og spennu og ég mundi ráðleggja þér að reyna meðvitað að vinna gegn þessu meira sjálfrar þín vegna. Jóga gæti verið ein leið til þess. Gangi þér vel.