Spurt og svarað

22. apríl 2009

AB-mjólk á meðgöngu

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mig langaði að athuga hvort barnshafandi kona megi drekki ab-mjólk. Guð, þetta er væntanlega fáránleg spurning, en mér finnst ab-mjólk mjög góð, en núna eru miklir gerlar í henni og langaði því að athuga hvort að það sé óhætt að drekka hana.

Annars enn og aftur takk fyrir frábæran vef.


Sæl og blessuð!

Það er mjög gott fyrir barnshafandi konur að drekka ab-mjólk. Ab-mjólkin dregur nafn sitt af tveimur gerlum sem hún inniheldur, þ.e. Lactobacillus acidophilus (a) og Bifidobacterium bifidum (b). Þessir gerlar bæta meltinguna og styrkja varnir líkamans því þeir lifa af ferðalagið í gegnum magann og halda starfsemi sinni áfram í meltingarveginum, þannig að óæskilegir gerlar eiga erfiðara uppdráttar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. apríl 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.