Listería

18.05.2015

Hæ ég er komin 30v á leið og stein gleymdi mér og gúffaði í mig harðfisk núna er ég svo hrædd um að hafa fengið listeríu og veit hún er einkennislaus á meðgöngu :( þannig ég var að spá hvernig er greint listeríu smit á meðgöngu? ætti það að sjást í blóðprufu? veit það er rosa ólíklegt að smitast en ég get bara ekki hætt að hugsa um þetta, Kv Stressuð bumbulína

Heil og sæl bumbulína, hættu alveg að hafa áhyggjur af þessu. Ekki er formlega varað við harðfiskáti á meðgöngu og ég gat ekki fundið neinar upplýsingar um að listería hafi nokkru sinni fundist í harðfiski. Listeria hefur aðallega fundist í graflaxi, kaldreyktum laxi og ógerilsneyddum ostum.  Það er ekki leitað að listeríu smiti á meðgöngu, listeríu smit á meðgöngu getur leitt til fyrirburafæðingar eða fósturláts og smitið kemur yfirleitt fram um þremur vikum eftir að matar er neytt. Þetta er mjög sjaldgæft. Gangi þér vel.