Að fljúga á 36.viku ?

19.05.2015

Sæl ég er nýbúin að komast að því ég er ófrísk m annað barn en er búin að fara í snemmsónar og hann sirkaði 6 vikur til 7 vegna þess það var kominn greinilegur hjartsláttur. Hann setti mig gróflega 8.janúar semsagt. En nú spyr ég helduru að mér sé óhætt að flugja til New york sem er 6 tima flug 24.nóv og fljuga heim 2.des? þá er ég að koma heim á 36 viku. Langar bara að fá hreinskilinn svör frá fagaðila og ég vil ekki taka neina áhættu. Með fyrirfram þökk :)

Heil og sæl, ég verð að segja að það fer alveg eftir því hvernig þér heilsast þegar þar að kemur. Flest flugfélög hleypa konum í flug til loka 36 viku en mörg krefjast nýs læknisvottorðs. Ég ráðlegg þér að ræða þetta við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Gangi þér vel.