Spurt og svarað

19. maí 2015

Þunguð?

Hæhæ. Mig langaði að forvitnast dáltítið. Ég hætti á pillunni 16.apríl s.l. Ég hef alltaf verið með rosalega reglulegan tíðahring, 28 dagar.. Ég og kærastinn minn ákváðum að ég myndi hætta á pillunni því við ætlum að fara að reyna að eignast barn, samkvæmt tíðahringnum átti ég að byrja á blæðingum fyrir 3 dögum síðan en ekkert er að gerast. Aftur á móti hef ég fengið túrverki síðustu daga, og held oft að ég sé að byrja. Samt oftast bara á kvöldin og morgnanna. Ég prufaði að taka óléttupróf en ég fæ alltaf neikvætt. Ég hef tekið eftir breytingum hjá mér síðistu daga/viku, er oft með rosalega hausverki, og þótt ég fái þann svefn sem ég þarf geyspa ég allan daginn. Er líkaminn bara í eitthverju rugli eftir að ég hætti á pillunni eða er ég mögulega ólétt? Hef heyrt oft um það að konur fá alls ekki alltaf jákvætt strax, sumar ekki fyrr enn á 5-6 viku. Hvað ætli þetta sé?

Heil og sæl, þungunarpróf eru ansi nákvæm og ef þú ert komin einhverja daga framyfir og prófið er neikvætt þá getur þú verið nokkuð örugg um að þú ert ekki ófrísk. Það er algengt að einhver blæðingaóregla geri vart við sig eftir að pillutöku er hætt. Ég ráðlegg þér að bíða og sjá til hvort þetta jafnar sig ekki án nokkurra aðgerða. Gangi þér vel og vonandi verður þó ófrísk fljótlega. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.