Þungunareinkenni áður en fósturvísir festir sig

24.05.2015

Sæl. Ég er komin 3 daga framyfir en er alltaf mjög regluleg með 28 daga tíðahring. Ég fæ neikvæðar þungunarprufur en hef samt sem áður verið með einkenni nokkrum dögum áður en ég átti að byrja a blæðingum. Getur maður fengið einkenni áður en að fósturvísirinn festir sig? Jafnvel strax eftir að frjóvgun hefur átt ser stað? Með fyrirfram þakkir

Heil og sæl, nei þungunareinkenni koma ekki fram fyrr en í fyrsta lagi fjórar til sex vikur. Þungunarpróf eru ansi nákvæm og ef þú ert ekki með jákvætt þungunarpróf ertu ekki ófrísk að þessu sinni. Gangi þér vel.