Sterkur matur

24.05.2015

Er allt í góðu að borða sterkan mat á meðgöngu ? t.d. jalapeno og mikið kryddaða rétti :)?

Heil og sæl, já það er í lagi. Eini maturinn sem er ekki æskilegur á meðgöngu er hrátt og illa steikt kjöt, hrár fiskur og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Það er mjög mikilvægt að borða hollan mat á meðgöngu og ég ráðlegg þér að ræða það við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Gangi þér vel.