Brjóstagjafaráðgjöf-hvar?

26.05.2015

Góðan dag og takk fyrir góðan vef og til hamingju með vel heppnaðar breytingar. Mig langar að spyrja hvort að þið getið aðstoðað mig með það hvar er hægt að komast til brjóstagjafaráðgjafa. Mér gengur illa að trappa niður gjafir og hefði viljað fá smá aðstoð og ráð (er með 10 mánaða barn, önnur brjóstagjöfin og þær gerólíkar). Með góðum kveðjum

Heil og sæl, það er enginn góður farvegur fyrir konur sem komnar eru með eldri börn en nýbura. Á sumum heilsugæslustöðvum eru starfandi brjóstaráðgjafar og alls staðar eru ljósmæður sem hægt er að ráðfæra sig við. Ég bendi líka á síðuna  http://brjostagjafaradgjafi.is/brjostagjafaradgjafar-ibclc/ þar eru upplýsingar sem gætu hjálpað. Gangi þér vel.