Minkandi spörk á 30 viku

27.05.2015

Hæhæ, ég verð komin 30 vikur núna á sunnudaginn 31 Maí. Ég var bara að pæla hvort það sé eðlilegt að spörkin minnki mikið, litla krílið er vant að hreyfa sig og sparka mjög mikið en núna undanfarið hefur það minnkað töluvert.

Heil og sæl, barnið á að hreyfa sig reglulega, hinsvegar breytist stundum tilfinningin þegar barnið stækkar og  plássið verður minna. Hreyfingarnar verða meira hnoð og brölt heldur en spörk. Ég ráðlegg þér að ræða þetta við þína ljósmóður. Gangi þér vel.