Spurt og svarað

20. ágúst 2008

Eymsli í fæðingarbletti

Góðan daginn.

Ég er á 38. viku og hef undarfarnar 3 vikur fundið fyrir eymslum í útstæðum fæðingarbletti sem er staðsettur á tánni á mér. Ég hef haft þennan blett í mörg ár og hann hefur alltaf staðið út en nú finn ég sársauka í honum þegar ég geng. Liturinn á blettinum er ljós og mér finnst hann jafnvel hafa lýst og orðið líkari vörtu nú þegar ég skoða hann.Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? Ætti ég ekki að bíða með að láta kíkja á hann þar til ég hef fætt barnið?

kveðja, ein frekar áhyggjufull


Góðan daginn.

Mér finnst nú sjálfsagt að þú látir lækni kíkja á þetta þar sem bletturinn er að breytast og farinn að valda þér óþægindum.  Það er ekki víst að neitt sé hægt að gera fyrr en eftir fæðingu en á hinn bóginn er kannski hægt að hjálpa þér með einhverjum einföldum aðferðum strax.  Allavega verður þú örugglega rólegri þegar þú veist hvað er um að ræða.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. ágúst 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.