Spurt og svarað

28. maí 2015

B6 við ógleði á meðgöngu

Sæl, Ég var svo veik af ógleði á síðustu meðgöngu (að 12.viku - komst ekki úr rúmi) og var að komast að því að ég sé ólétt og langar að gera allt til að komast hjá því að líða svona óbærilega. Hef heyrt að B6 gæti mögulega hjálpað til, veistu hversu mikið má taka á meðgöngu? Ein tafla er 20 mg og er það talin ráðlagður dagskammtur, sá það á einhverjum síðum að æskilegt væri að taka 50mg-100mg á meðgöngu sem fyrirbyggjandi. Veist þú hvað ég mætti mögulega taka mikið af þessu svo að þetta geti hjálpað mér með ógleðina? Einnig hef ég séð að Zink gæti hjálpað til, er það rétt? Allar fyrirbyggjandi upplýsingar eru vel þegnar. Takk kærlega fyrir aðstoðina.

Heil og sæl, rannsóknir hafa sýnt að það getur hjálpað sumum konum aðeins að taka aukalega B6 vítamín til að draga úr ógleði. Það er samt ekki vitað af hverju þetta virkar fyrir einhverjar konur. Þú þarft ekki mikið af B6 til að fullnægja dagsþörfinni (ca. 2 mg,). Það er auðvelt að fá B6 úr mat, t.d. eru bananar, hnetur, gulrætur, baunir, magurt kjöt og fiskur ágætis uppspretta B6. 
Sem upphafsskammt til að meðhöndla ógleðina má byrja að taka 25 mg. þrisvar á dag. Hámarksskammtur til að meðhöndla ógleði er 200 mg. á sólarhring.
Ekki er gott að taka meira en ráðlagðan dagskammt. Ég ráðlegg þér að ræða þetta við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Gangi þér vel.  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.