Spurt og svarað

10. október 2012

Færri klósettferðir en fyrr á meðgöngu

Sæl
Nú er ég komin rúmar 8 vikur og finnst mér ég þurfa sjaldnar á klósettið, þurfti alltaf að fara einu sinni á næturnar og svo alveg á tveggja tíma fresti, en finnst það vera mun sjaldnar núna. Er þetta eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af? Brjóstin eru enn aum, annars hef ég ekki haft nein önnur einkenni. Fór í snemmsónar þegar ég var komin tæpar 7 vikur og þá var allt í lagi.
Sæl og til hamingju með þungunina
Aukin þvagþörf á fyrstu vikum meðgöngu er tilkomin vegna aukins blóðflæðis til nýrna, talið er að blóðflæðið aukist um 35-60%. Fljótlega eftir frjóvgun eykst þvagmyndun um 25%, þessi skyndilega mikla þvagmyndun nær hámarki um 9-16 viku en minnkar svo eftir það. Aukin þvagþörf seinna á meðgöngunni kemur frekar til vegna þrýstings stækkandi legsins á þvagblöðruna.
Þessi einkenni ættu ekki að vera áhyggjuefni, það verður að teljast kostur að þurfa að fara sjaldnar á fætur að næturlagi til að pissa og því gott að reyna að drekka sem minnst tveimur - þremur tímum fyrir háttatíma.

Njóttu þess sem eftir er af meðgöngunni og gangi þér vel.

Bestu kveðjur,
Margrét Unnur Sigtryggsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. október 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.