Spurt og svarað

27. desember 2012

Fæðingarkrampi

Sælar
Takk fyrir góða síðu sem svarar nánast öllum spurningum. Ég hef tvær spurningar, um daginn datt ég, gengin rúmar 10 vikur og lenti beint á rassinum. Það var ekkert sérstaklega vont, er það eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af eða er þetta allt í lagi? Síðan er ég svolítið forvitin, ég sá í sjónvarpinu konu deyja vegna fæðingarkrampa, en þátturinn á að gerast á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ég hef aldrei heyrt um fæðingarkrampa og er svolítið forvitin um hvað það er?
Með fyrirfram þökk, SunnaSæl Sunna
Til hamingju með þungunina. Þú ættir ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fóstrinu útaf fallinu, það er vel varið inni í leginu og er mjög lítið ennþá. Hinsvegar gætir þú verið smá tíma að jafna þig alveg í botninum.
Fæðingarkrampi er sjaldgæft ástand sem getur orðið í kjölfarið af alvarlegri meðgöngueitrun, mörgum fyrirspurnum um meðgöngueitrun hefur verið svarað hér á síðunni sem útskýra sjúkdómástandið mjög vel. Þú getur slegið "meðgöngueitrun" inn í leitina í spurt og svarað hér á síðunni.
Gangi þér vel

 

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. desember 2012

 Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.