Spurt og svarað

03. janúar 2007

Fall á meðgöngu

Mig langar að forvitnast. Mér tókst að detta í hálkunni, tel að það sé allt í lagi með mig og barnið(góðar hreyfingar). Hef heyrt að fall geti valdi fylgjulosi getur það verið? Er eitthvað sem þarf að fylgjast með eftir að detta? Ég er komin 30 vikur á leið ef það skiptir einhverju máli.

Ein klaufskKomdu sæl.

 

Já fall getur valdið fylgjulosi.  Stundum fylgir blæðing fylgjulosi en ekki alltaf þannig að það getur verið erfitt að sjá með berum augum hvort fylgjulos hafi orðið.  Hreyfingar barnsins segja þér að því líði vel en þú þarft að fylgjast með því áfram hvort þær minnka eitthvað og hafa þá samband við ljósmóðurina þína eða upp á kvennadeild.  Það getur orðið smá blæðing við fall og blóð móður og barns blandast og því eru oft teknar blóðprufur til að kanna það eftir fall, sérstaklega ef konan finnur eitthvað til í kúlunni eftir fallið.  Ef langt er um liðið frá því að þú dast og hreyfingar góðar og þú finnur ekkert til þá er nú sennilega allt í lagi.  Ef þú finnur eitthvað til í kúlunni, hreyfingar hafa minnkað eða einhver blæðing orðið skaltu hafa samband við ljósmóðurina þína eða fara í skoðun upp á meðgöngu- eða fæðingadeild.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
3. jan. 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.