Fastráðning

26.08.2008

Er ólöglegt að skrifa undir fastráðningu í vinnu ef maður veit að maður er óléttur en atvinnuveitandi veit það ekki?


Sæl!

Nei það er í raun ekki ólöglegt að skrifa undir fastráðningu í vinnu ef þú ert barnshafandi og hefur ekki upplýst vinnuveitanda um það. Í lögum um rétt til töku fæðingaorlofs er mælst til þess að konur láti vita eins fljótt og auðið er um töku fyrirhugaðs fæðingaorlofs og í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.

Með kærri kveðju,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
26. ágúst 2008.